Ég elska að halda matarboð! Ég hef að undanförnu verið að dunda mér við það að halda minni og stærri veislur, allt frá litlum matarboðum eða jólaboðum upp í stórar fermingarveislur. Og þetta er alveg rosalega gefandi og skemmtilegt. Eins gaman og það er að fara út að borða þá getur verið jafn gaman að vera heima í góðum félagsskap, fá einhver til að elda og vaska jafnvel upp!
Endilega verið í sambandi við mig á facebook, með tölvupósti silla1979@gmail.com eða í síma 698 2831. Og látið alla vini ykkar vita :)
Wednesday, October 31, 2012
Sunday, October 28, 2012
Kryddaður kjúklingur með cous cous
Þessi kjúklingur var eldaður fyrir góða gesti sem fóru saddir og sælir heim. Það er alltaf gaman að prófa eitthvað aðeins öðruvísi við kjúlla gamla sem maður á til að gera alltaf það sama við. Ég prófaði að taka aðeins af austurlenskum áhrifum og setja saman eitthvað nýtt. Það heppnaðist svo vel að ég ákvað að deila með ykkur. Og ótrúlegt en satt þá er enginn hvítlaukur... sem er alveg ótrúlegt því að mínu mati er kjúklingur og hvítlaukur líkt og hjónaband búið til á himnum! Hægt er að gera uppskriftina bæði með heilum kjúklingi eða bitum, allt eftir því hvað hentar hverju sinni, munið bara að eldunartíminn er ca. 20 mínútum styttri á bitunum. Í þessu tilfelli var ég með 1 heilan og svo slatta af bitum líka.
Uppskriftin er fyrir 4-6
ca. 2 heilir kjúklingar, eldaðir í bitum eða heilir
2 msk. paprikuduft
1 msk. turmerik
1 tsk. cummin
2 sítrónur, bæði rifinn börkurinn og safinn
handfylli ferskt kóriander, söxuð
handfylli fersk steinselja, söxuð
ca. dl. af ólífuolíu
salt og pipar
Hitið ofninn í 210°. Skolið og þerrið kjúklinginn og setjið í eldfast form eða ofnskúffu. Blandið öllum hráefnunum saman og hellið yfir kjúklinginn og dreifið vel úr. Setjið í ofninn í 30-40 mínútur fyrir bita, klukkutíma fyrir heilan kjúkling. Svo er bara að passa að ofelda kjúklinginn alls ekki og kíkja í ofninn áður en eldunartíminn er liðinn til að passa upp á að hann sé örugglega safaríkur og góður. Það er líka mjög sniðugt eftir ca. helming tímans að opna og hella safanum yfir fuglinn.
Turmerik gefur alltaf fallegan gulan blæ á matinn |
Með þessu var svo cous cous sem ég gerði svona:
ca. 350 gr. cous cous
vatn (magn sem gefið er upp á cous cous pakkanum)
1 kjúklingateningur
nokkrir saffran þræðir
1 bolli þurrkaðir ávextir eftir smekk, ég notaði aprikósur og fíkjur
1/2 bolli saxaði kóriander
2 msk. ólífuolía
Hitið cous cous-ið eftir leiðbeiningum á pakkanum, í staðinn fyrir vatnið beint úr krananum þá setjið þið kjúklingatening og saffran út í það. Blandið restinni af hráefnunum út í þegar cous cous-ið er tilbúið og losið það í sundur með gaffli. Þetta ber ég bara volgt fram, það þarf ekki að vera heitt.
Sætt og skemmtilegt cous cous |
Síðast á matseðlinum er einföld köld gúrkusósa.
2 dósir sýrður rjómi
1/4 bolli saxað kóriander
1/4 gúrka
1/2 tsk. cummin
smá salt
1-2 msk. hlynsíróp eða hunang
1/2 hvítlausrif
Setjið sýrða rjómann í skál. Takið kjarnann úr gúrkunni og saxið hana smátt eða rífið. Rífið eða kremjið hvítlaukinn og bætið út í ásamt restinni af hráefnunum. Smakkið til með salti og sírópi.
Klassísk gúrkusósa passar með öllum austurlenskum og krydduðum mat |
Notalegur og einfaldur sunnudagskjúklingur til ykkar frá mér :)
Subscribe to:
Posts (Atom)