Þegar ég var lítil gerði mamma alltaf sama fiskréttinn, hrísgrjón í botninn á eldföstu móti, fiskurinn ofan á, kryddað (líklega með Aromat ;) ) Sneyddir tómatar ofan á fiskinn og ostur yfir allt. Þetta eldað í ofninum og mögulega borið fram með kínakáli og gúrku :) Þessi gamli góði mömmufiskur var innblásturinn að þessum hérna sem er þó kominn dálítið langt frá upprunanum.
Rétturinn er fyrir 4.
800gr. -1 kg. þorskur eða ýsa (ég notaði þorsk)
1 laukur
1/2 askja sveppir
1/2 paprika
nokkrar matskeiðar hveiti
1 msk. paprikuduft
1 msk. karrý
1 tsk. turmerik
salt og pipar
1 egg
smá mjólk
1 dós kókosmjólk
1/2 kjúklingateningur
1 tsk. sinnep
2 tómatar
rifinn ostur
olía (ég notaði kókosolíu)
Skerið grænmetið í hæfilega bita og steikið á pönnu í smá olíu í 3-5 mínútur. Setjið í botninn á eldföstu móti. Bætið kryddunum út í hveitið og hrærið egginu með smá mjólk. Veltið fiskinum upp úr eggi, hveiti og aftur eggi og brúnið í olíu á sömu pönnunni og grænmetið var steikt. Takið fiskinn af og raðið ofan á grænmetið. Hellið kókosmjólkinni á pönnuna, setjið hálfan kjúklingatening, sinnepið og smá karrý út í og smakkið til. Leyfið þessu að malla i ca. 2 mínútur. Hellið yfir fiskinn, raðið sneiddum tómötum ofan á, rifinn ost yfir allt og inn í 200° heitan ofn í 10 mínútur eða nótu lengi til að brúna ostinn og klára að elda fiskinn í gegn. Með þessu var ég með quinoa eins og svo oft áður en það er líka hægt að hafa hrísgrjón, kartöflur eða hvað sem er. Gott salat er líka voða gott með fiskinum :)
Tuesday, January 29, 2013
Saturday, January 19, 2013
Pottþéttur steiktur kjúklingur
Þessi kjúklingur er svo frábær! Fá en góð hráefni og nóg af smjöri.... getur ekki klikkað :) Ef ég er alveg tóm í hausnum og veit ekkert hvað ég á að gera þá er alltaf hægt að gera eitthvað svona. Þið verðið bara að prófa til að trúa :)
Uppskriftin er fyrir ca. 4
1 heill kjúklingur
100 gr. smjör
handfylli ferskar kryddjurtir, í þessu tilfelli notaði ég basil og steinselju en það má vera hvað sem er, t.d. er salvía alveg dásamleg :)
1 sítróna
2 hvítlauksrif
salt og pipar
1 glas hvítvín
Byrjið á því að hita ofninn í 200°. Rífið börkinn af sítrónunni og blandið saman við smjörið, saxaðar kryddjurtinar og saxaðan hvítlaukinn. Lyftið skinninu af bringunum og setjið kryddsmjörið þar undir. Kreistið 1/2 sítónuna yfir kjúklinginn og stingið henni innan í fuglinn. Setjið hinn helminginn í fatið sem þið ætlið að elda í. Saltið og piprið og skellið í ofninn í 45 mínútur með lokinu á.
Tilbúinn í ofninn |
Takið þá lokið af og steikið áfram í um það bil hálftíma eða þar til kjúklingurinn lekur ekki rauðum vökva þegar þið haldið honum upp. Hvað sem þið gerið, ekki ofelda kjúklinginn!!! Fylgist með honum en forðist það að skera í hann heldur treystið á vökvann sem kemur úr kjúklingnum þegar þið lyftið honum upp.
Safaríkur og mjúkur að innan með stökkri skorpu |
Þegar kjúklingurinn er tilbúinn, takið hann úr fatinu og leyfið honum að hvíla á meðan þið útbúið sósuna. Hana gerið þið með því að skella helst fatinu beint á helluna eða hella soðinu í pott. Kreystið sítrónuna sem var í fatinu út í soðið, hellið hvítvíninu út í og leyfið þessu að sjóða aðeins niður. Smakkið til með salti og pipar ef þarf. Þykkið með þeim sósujafnara sem þið eruð vön að nota, ég nota yfirleitt maizena mjöl.
Sósan elduð í sama fati og kjúklingurinn og allur krafturinn fær að vera með |
Með þessu er hægt að hafa ótrúlega margt meðlæti. Við vorum með einfaldar ofnbakaðar kartöflur og sætar kartöflur. Saxið kartöflurnar í hæfilega stóra bita og raðið á fat. Setjið smá ólífuolíu og salt og pipar út á og blandið vel saman. Þegar um það bil hálftími er eftir af kjúklingnum setjið kartöflurnar inn. Þegar 10 mínútur eru eftir setjið ca. 4 msk. af balsamik ediki yfir (passið ykkur að vera ekki með andlitið beint yfir því það er ekkert sérstaklega gott að fá gufuna í nefið....). Ekki hafa áhyggjur af því að kartöflurnar verði dökkar á litinn, þær eru alveg örugglega ekki brenndar heldur er edikið að gefa þeim þennan dökka lit. Þær verða svo sætar og góðar að þær eru eins og nammi!
Salat, hrísgrjón, quinoa, gufusoðnar strengjabaunir og ýmislegt fleira hefði verið gómsætt meðlæti með þessu líka. Mæli með því að þetta verði sunnudagssteikin þessa helgina :)
Tuesday, January 15, 2013
Kryddaðar lambabollur
Loksins vakna ég til lífsins eftir jólafríið sem var alveg dásamlegt! Gott að koma til London og verja góðum tíma með fjölskyldunni.
Janúar er tíminn þegar maður dúllar sér heima, kalt og dimmt úti og best að njóta þess að geta kveikt á kertum og borðað hollan og góðan mat.
Ég nota ekki oft lambahakk, bæði vegna þess að það fæst ekki mjög víða og svo finnst mér ég þurfa að gera eitthvað annað við það en nautahakkið. Í þetta sinn fór ég austur á bóginn, sótti mér innblástur frá Indlandi. Þetta tók örstuttan tíma og hægt að hafa meðlætið eins flókið og einfalt og maður vill. Kryddin er auðvelt að aðlaga að smekk hvers og eins, bæta við meira chilli t.d. fyrir þá sem vilja meiri hita. Mælieiningarnar eru ekki alveg nákvæmar í þetta sinn, ég smakkaði þetta bara til.
Uppskriftin er fyrir 4-6
1 kg. Lambahakk
ca. msk. karrý
ca. tsk. Turmerik
ca. tsk. Cummin
ca. msk. Chilli
ca. tsk. tandoori krydd
salt
2 msk. krydduð tómatsósa eða venjuleg tómatsósa. Ég notaði sósu frá góðum vini okkar honum Bim. Við kaupum sósur frá honum í hvert sinn sem við förum til London, hann fer á ýmsa markaði að selja vörurnar sínar og er alveg yndislegur. Hann er líka með facebook síðu og er til í að senda til Íslands.
Hitið ofninn í 200°. Blandið öllu saman í skál, ég læt hrærivélina um að blanda fyrir mig. Til að smakka bollurnar til er gott að hita smá olíu á pönnu og steikja eina bollu á pönnunni. Smakka hana og bæta við kryddum ef ykkur þykir þurfa. Þegar þið eruð ánægð þá bara rúllið þið bollunum eins stórum og þið viljið. Ég vil hafa þær álíka stórar og borðtenniskúlu en þið bara gerið eins og þið viljið. Raðið þeim svo á plötu klædda smjörpappír og bakið í ofninum í um það bil 15 mínútur. Ekki elda þær of lengi því þá verða þær þurrar. Í þetta sinn var meðlætið einfalt, gerði það sama og hérna, couscous og gúrkusósa. Mango chutney eða sæt chillisósa hefði líka verið snilld. Daði smellti þessu öllu saman í vefju og borðaði þannig, það er líka sniðugt að útbúa svoleiðis og taka með sér í nesti.
Janúar er tíminn þegar maður dúllar sér heima, kalt og dimmt úti og best að njóta þess að geta kveikt á kertum og borðað hollan og góðan mat.
Ég nota ekki oft lambahakk, bæði vegna þess að það fæst ekki mjög víða og svo finnst mér ég þurfa að gera eitthvað annað við það en nautahakkið. Í þetta sinn fór ég austur á bóginn, sótti mér innblástur frá Indlandi. Þetta tók örstuttan tíma og hægt að hafa meðlætið eins flókið og einfalt og maður vill. Kryddin er auðvelt að aðlaga að smekk hvers og eins, bæta við meira chilli t.d. fyrir þá sem vilja meiri hita. Mælieiningarnar eru ekki alveg nákvæmar í þetta sinn, ég smakkaði þetta bara til.
Uppskriftin er fyrir 4-6
1 kg. Lambahakk
ca. msk. karrý
ca. tsk. Turmerik
ca. tsk. Cummin
ca. msk. Chilli
ca. tsk. tandoori krydd
salt
2 msk. krydduð tómatsósa eða venjuleg tómatsósa. Ég notaði sósu frá góðum vini okkar honum Bim. Við kaupum sósur frá honum í hvert sinn sem við förum til London, hann fer á ýmsa markaði að selja vörurnar sínar og er alveg yndislegur. Hann er líka með facebook síðu og er til í að senda til Íslands.
Þetta er sú sem ég notaði í bollurnar
Hitið ofninn í 200°. Blandið öllu saman í skál, ég læt hrærivélina um að blanda fyrir mig. Til að smakka bollurnar til er gott að hita smá olíu á pönnu og steikja eina bollu á pönnunni. Smakka hana og bæta við kryddum ef ykkur þykir þurfa. Þegar þið eruð ánægð þá bara rúllið þið bollunum eins stórum og þið viljið. Ég vil hafa þær álíka stórar og borðtenniskúlu en þið bara gerið eins og þið viljið. Raðið þeim svo á plötu klædda smjörpappír og bakið í ofninum í um það bil 15 mínútur. Ekki elda þær of lengi því þá verða þær þurrar. Í þetta sinn var meðlætið einfalt, gerði það sama og hérna, couscous og gúrkusósa. Mango chutney eða sæt chillisósa hefði líka verið snilld. Daði smellti þessu öllu saman í vefju og borðaði þannig, það er líka sniðugt að útbúa svoleiðis og taka með sér í nesti.
Subscribe to:
Posts (Atom)