Monday, January 9, 2012

Nice day for a white wedding


Cupcakes! Ég ELSKA cupcakes eða á íslensku Bollakökur! Það er svo gaman að baka þær og skreyta á ýmsa vegu. Hægt að virkja börnin og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. 

Ég gerði þessar hvítu glitrandi kökur fyrir brúðkaup á milli jóla og nýárs og þær slóu alveg í gegn! Uppskriftina fann ég upphaflega einhvers staðar á netinu en breytti henni aðeins, minnkaði þó aðallega sykurinn.... Það er svo gaman að gera svona rósir og þær eru fallegar á hvaða veisluborði sem er. Í þetta sinn gerði ég súkkulaðikökur að beiðni brúðhjónanna en mér persónulega finnst hvítar betri. Set kannski uppskrift af þeim hér inn við tækifæri.

Súkkulaði bollakökur
20-25 kökur

1 1/3 bolli hveiti
1/4 tsk. matarsódi
2 tsk. lyftiduft
1/2 bolli gott kakó
1-1 1/2 bolli sykur
1/4 tsk. salt
3 msk. mjúkt smjör
2 meðalstór egg
1 tsk. vanilludropar
1 bolli mjólk

Hitið ofninn á 175°. Þeytið saman smjör og sykur þar til það er vel uppleyst. Bætið einu og einu eggi út í í einu og þeytið áfram í 3-5 mínútur. Blandið þurrefnum, vanilludropum og mjólk saman við og hrærið varlega. Alls ekki hræra of mikið eftir að hveitið er komið út í.

Best er að eiga muffins form eins og t.d. svona 

Setjið pappírsformin í muffins formið og setjið ca. matskeið í hvert form. Þegar kökurnar eru tilbúnar eiga þær að ná ca. upp á brún pappírsformsins. Bakið í 13-15 mínútur (á blæstri, lengur ef það er ekki blástur). Takið kökurnar út og leyfið þeim að kólna áður en kreminu er sprautað á.


Smjörkrem

250 gr. mjúkt smjör en ekki alveg lint
2 msk. mjólk
2 tsk. vanilludropar (má líka nota aðra bragðtegund)
1 pakki flórsykur, ég nota þennan hérna:
Þeytið smjörið þar til það er farið að verða pínu hvítara á litinn. Bætið flórsykri út í og þeytið áfram stutta stund. Bætið vanilludropum út í og mjólk eftir þörfum, ég set ca. 2 matskeiðar. Bætið matarlit út í ef þið viljið. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið að vild og skreytið eftir eigin ímyndunarafli. 

Hér eru þessar fínu hvítu rósir allar á leiðinni í brúðkaup!





No comments:

Post a Comment