Friday, April 27, 2012

Osso buco

Osso buco er klassískur ítalskur réttur og gróflega þýðir hann hola í beininu.... Hann er ýmist eldaður úr nautakjöti eða kálfakjöti, ég notaði naut. Þegar kjötið er eldað bráðnar mergurinn innan úr beininu og þá myndast holan. Þetta er súper einfalt, ekki mörg hráefni og kjötið er á fínu verði. En þetta tekur frekar langan tíma að elda svo byrjið snemma að deginum og gleymið þessu svo þar til finna þarf til meðlæti og fá sér að snæða.




Svona lítur kjötið út, stór og góð sneið 



Uppskriftin er fyrir 2 svanga en mjög auðvelt að breyta henni, bara auka aðeins allt hráefnið nema kannski kjúklingsoðið.


2 sneiðar Osso buco
salt og pipar
olía til steikinga
2 gulrætur
1 lítill laukur
2 stilkar sellerí
5 hvítlauksrif
1 stilkur rósmarín, smátt saxað
2-3 stilkar timjan, laufin týnd af stilknum
1 lárviðarlauf
1 dós heilir tómatar
1/2 glas hvítvín
1/2 lítri kjúklingasoð


Hitið olíu í stórum potti og brúnið kjötið á báðum hliðum. Kryddið með salti og pipar. Takið kjötið úr pottinum og steikið grænmetið í 3-5 mínútur. Bætið þá kjötinu aftur útí og hvítíninu. Leyfið víninu að sjóða aðeins niður og bætið svo við restinni af hráefninu. Setjið lokið á og látið malla annað hvort á vægum hita á eldavélinni eða setjið pottinn inn í 180-200° heitan ofn í um það bil 2 klukkustundir eða þar til kjötið er orðið svo meirt að það hreinlega dettur a beininu. Smakkið til með salti og pipar. 
Á Ítalíu eða hefðin að bera fram með þessu risotto eða jafnvel polentu en við vorum með Quinoa fræ og það passar mjög vel saman. Quinoa fræin eru líka svo holl eins og ég skrifaði um fyrir stuttu síðan.
Svo dugir ekkert annað en gott ítalskt rauðvín eins og þetta með svona kraftmiklum rétti!



No comments:

Post a Comment