Tuesday, February 12, 2013

No bean chilli

Við höldum mikið upp á Chilli con carne og ef maður sleppir baununum þá er þetta hinn besti Paleo matur! Svo er maður bara með dásemdar guacamole með og allir glaðir :)



Uppskriftin er fyrir ca. 4

600 gr. nautahakk
1 stór laukur
1/2-1 rautt chilli eftir því hversu sterkt þið viljið hafa þetta og hversu sterkt chilliið er
1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar (ca. 200 gr.)
1 dós hakkaðir tómatar (passa að velja hreina, ókryddaða og ósæta)
1 kanilstöng
4 negulnaglar
1 tsk. cummin
1 tsk. paprika (má vera reykt ef þið eigið hana)
salt og pipar
kókos- eða ólífuolía til að steikja


Brúnið hakkið á pönnu eða potti og kryddið með salti og pipar. Bætið söxuðum lauk og fínt söxuðu chilli út í og steikið áfram stutta stund. Maukið sólþurrkuðu tómatana ásamt svolítilli olíu úr krukkunni með töfrasprota eða matvinnsluvél og blandið út í pottinn. Bætið restinni af hráefnunum út í og lokið á og leyfið þessu að malla í að minnsta kosti klukkustund, tveir tímar og þið eruð að gera góða hluti :) Smakkið til með salti og ef ykkur finnst vanta meiri hita í þetta þá bætið þið chillidufti út í þar til þið eruð ánægð :)

Venjulega þegar ég geri chilli þá er ég með guacamole, sýrðan rjóma, nachos, ost... allan pakkann! En í þetta sinn er það guacamole sem er málið.

2 vel þroskuð avocado
1 stór eða 2 litlir tómatar
1/4 rauðlaukur eða nokkrir vorlaukar
lime safi eftir smekk
2 msk. ólífuolía (munið að nota góða kaldpressaða í dökkri flösku, góðar olíur eru aldrei í glærum flöskum)
lítil handfylli ferskt kóriander (steinselja sleppur)
salt og pipar

Saxið tómatana og laukinn mjög smátt og setjið í skál. Annað hvort stappið eða saxið avocadoið og blandið saman við. Mér finnst best að hafa þetta pínu chunky og saxa það og stappa pínu með skeiðinni. Blandið olíunni og söxuðu kóriander og smakkið til með lime safa og salti og pipar. Ef ég væri ekki að bera þetta fram með chilli sem er frekar sterkt þá myndi ég jafnvel setja pínu chilli í guacamoleið.

Yfir þetta allt saman fór svo snakk sem búið er til úr sætum kartöflum.... Paleo all the way :)

1 comment: