Sunday, December 16, 2012
Vanillu bollakökur
Í byrjun þessa árs setti ég inn uppskrift að súkkulaði bollakökum og nú er komið að uppáhaldinu mínu sem eru vanillu bollakökur. Þær eru hvítar og fallegar og hægt að skreyta með með hvaða fallega kremi sem er, ég notað venjulega vanillusmjörkrem sem ég lita á ýmsa vegu. Í þetta sinn voru þær fagurbleikar fyrir fallega litla þriggja ára stúlku. Kökurnar eru svo einfaldar en mjúkar og dásamlegar :) Ég leitaði lengi að hinni fullkomnu uppskrift að hvítum bollakökum og þessi er sú sem hefur aldrei klikkað!
Uppskriftin er fyrir ca. 18 kökur
1 bolli sykur
1/2 bolli smjör
2 stór egg
1 msk. góðir vanilludropar
1 1/2 bolli hveiti
2 tsk. lyftiduft
1/2 bolli mjólk
Þeytið vel saman smjör og sykur. Smjörið þarf ekki að vera mjúkt! Bætið einu eggi í einu út í og þeytið áfram þar til blandan er mjúk og létt. Bætið vanilludropum út í og þeytið áfram. Blandið hveiti og lyftidufti saman og setjið helminginn út í, þá mjólkina og svo restina af hveitinu. Hrærið ekki lengi eftir að allt er komið í skálina, bara rétt til að það blandist saman.
Best er að nota stál muffins form og raða bréf formunum þar ofan í. Þá halda kökurnar fallegri lögun og leka ekki út eins og þær vilja stundum gera. Setjð ca. matskeið í hvert form. Bakið í 175° heitum ofni í 20 mínútur, á blæstri. Takið kökurnar út og látið kólna áður en þið skreytið þær.
Smjörkrem
125 gr. smjör
250 gr. flórsykur
1 msk. vanilludropar
2 msk. mjólk
Þeytið smjörið vel þar til það er farið að verða ljóst á litinn. Bætið þá flórsykrinum og vanilludropunum saman við og þeytið í ca. 5 mínútur. Bætið mjólk út í, ca. tveimur matskeiðum eða þar til kremið er orðið nógu mjúkt til að sprauta því. Litið kremið að vild eða hafið það hvítt. Hægt er að skipta vanilludropunum út fyrir sítrónudropa og þá er komið allt öðruvísi krem. Skreytið svo kökurnar að vild, mér finnst fallegt að gera rósir og geri þær oftast. Glimmer er líka alltaf smart :)
Saturday, December 8, 2012
Lasagne - spariútgáfan
Ég setti inn uppskrift af einföldu lasagne fyrr á þessu ári og nú kemur viðhafnarútgáfan :) Þessi uppskrift kemur upphaflega frá honum Jamie Oliver vini mínum en ég er búin að breyta henni þó nokkuð :) Þessi uppskrift er svoooo góð og hvaða ítalska mamma væri stolt af henni! Ekki hræðast hráefnin, þetta einfaldlega virkar saman! Og alls ekki hræðast ansjósur! Ég veit að margir gera það, myndu aldrei prófa að elda með ansjósum en ég lofa ykkur því að þið finnið ekki bragðið að þeim, þær bráðna þegar þær eldast og skilja eftir sig dásamlegt bragð.
Uppskriftin er fyrir ca. 4 en lítið mál að aðlaga hana
4 sneiðar bacon
kanill á hnífsoddi
500 gr. hakk (einn pakki)
1 stór laukur
2 gulrætur
3 hvítlauksrif
góð handfylli ferskar kryddjurtir (má vera ein eða fleiri, í þetta sinn notaði ég steinselju, basil og salvíu en rósmarín hefði t.d. virkað mjög vel)
salt og pipar
1 stórt rauðvínsglas (eða vatn)
2 dósir tómatar
1 lítil dós tómatpúrra
ólífuolía
1 grasker (butternut squash)
1 þurrkað chilli eða smá chilliduft
1 tsk. kórianderfræ eða mulið kóriander
salt
3 dósir sýrður rjómi (mikilvægt að nota feitan, ég nota 18%)
1/2 stykki Parmesan ostur
3 ansjósuflök
smá mjólk
salt og pipar
Lasagneblöð
Rifinn ostur
Byrjið á því að skera baconið smátt og steikja í olíu á miðlungshita með smá kanil þar til það er orðið gullið á lit. Bætið þá hakkinu út í og brúnið. Bætið söxuðu grænmetinu og kryddjurtunum út í og steikið áfram. Kryddið með salti og pipar. Venjulega set ég aldrei kryddjurtir út í fyrr en í lokin en í þessari uppskrift skiptir máli að þær fari út í á sama tíma og grænmetið. Það er mjög mikilvægt að nota ekki þurrkaðar kryddjurtir í þessa uppskrift, hún er alls ekki eins góð með því. Hellið rauðvíni út í og leyfið því að sjóða aðeins niður og bætið þá tómötunum og tómatpúrrunni út í. Lækkið undir og leyfið þessu að mala í a.m.k. klukkustund, helst tvær.
Hitið ofninn í 180°. Skerið graskerið í ca. 1/2 cm. þykkar sneiðar. Setjið smá olíu á ofnplötu og raðið sneiðunum á hana. Setjið kóriander og chilli í mortél og myljið mjög fínt.
Stráið yfir graskerið ásamt örlitlu salti og bakið í ofninum í 30-40 mínútur, frekar ofarlega í ofninum.
Blandið saman sýrðum rjóma og rifnum parmesan. Þynnið með smá mjólk ef þarf. Stappið ansjósur með gaffli og blandið saman við. Kryddið með smá salti og pipar.
Nú er komið að því að setja saman allt góðgætið :) Byrjið á því að setja lasagneblöð í botinn á eldföstu móti. Svo kjötsósu, svo hvítu sósuna og svo graskerið og þannig koll af kolli þar til þið endið á hvítu sósunni og rifnum osti yfir allt saman.
Þetta fer svo inn í 180° heitan ofninn í ca. 20-30 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn og fallegur og pastablöðin elduð í gegn.
Gott að rífa smá Parmesan ost yfir |
Uppskriftin er fyrir ca. 4 en lítið mál að aðlaga hana
4 sneiðar bacon
kanill á hnífsoddi
500 gr. hakk (einn pakki)
1 stór laukur
2 gulrætur
3 hvítlauksrif
góð handfylli ferskar kryddjurtir (má vera ein eða fleiri, í þetta sinn notaði ég steinselju, basil og salvíu en rósmarín hefði t.d. virkað mjög vel)
salt og pipar
1 stórt rauðvínsglas (eða vatn)
2 dósir tómatar
1 lítil dós tómatpúrra
ólífuolía
1 grasker (butternut squash)
1 þurrkað chilli eða smá chilliduft
1 tsk. kórianderfræ eða mulið kóriander
salt
3 dósir sýrður rjómi (mikilvægt að nota feitan, ég nota 18%)
1/2 stykki Parmesan ostur
3 ansjósuflök
smá mjólk
salt og pipar
Lasagneblöð
Rifinn ostur
Byrjið á því að skera baconið smátt og steikja í olíu á miðlungshita með smá kanil þar til það er orðið gullið á lit. Bætið þá hakkinu út í og brúnið. Bætið söxuðu grænmetinu og kryddjurtunum út í og steikið áfram. Kryddið með salti og pipar. Venjulega set ég aldrei kryddjurtir út í fyrr en í lokin en í þessari uppskrift skiptir máli að þær fari út í á sama tíma og grænmetið. Það er mjög mikilvægt að nota ekki þurrkaðar kryddjurtir í þessa uppskrift, hún er alls ekki eins góð með því. Hellið rauðvíni út í og leyfið því að sjóða aðeins niður og bætið þá tómötunum og tómatpúrrunni út í. Lækkið undir og leyfið þessu að mala í a.m.k. klukkustund, helst tvær.
Hitið ofninn í 180°. Skerið graskerið í ca. 1/2 cm. þykkar sneiðar. Setjið smá olíu á ofnplötu og raðið sneiðunum á hana. Setjið kóriander og chilli í mortél og myljið mjög fínt.
Kóriander og chilli |
Stráið yfir graskerið ásamt örlitlu salti og bakið í ofninum í 30-40 mínútur, frekar ofarlega í ofninum.
Blandið saman sýrðum rjóma og rifnum parmesan. Þynnið með smá mjólk ef þarf. Stappið ansjósur með gaffli og blandið saman við. Kryddið með smá salti og pipar.
Nú er komið að því að setja saman allt góðgætið :) Byrjið á því að setja lasagneblöð í botinn á eldföstu móti. Svo kjötsósu, svo hvítu sósuna og svo graskerið og þannig koll af kolli þar til þið endið á hvítu sósunni og rifnum osti yfir allt saman.
Þetta fer svo inn í 180° heitan ofninn í ca. 20-30 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn og fallegur og pastablöðin elduð í gegn.
Osturinn orðinn fallega brúnaður |
Það er eitt mjög mikilvægt þegar maður eldar lasagne og það er að láta það standa í 10 mínútur eftir að maður tekur það út. Þá draga pastablöðin allan safann í sig og það rennur ekki út um allt á diskinum. Best með þessu er einfalt salat og/eða gott brauð. Og jafnvel smá rauðvínstár í glasi með :)
Wednesday, December 5, 2012
Þorskur í kókos og karrý
Litríkt grænmetið umlykur fiskinn |
Fiskur er fljótlegur í matreiðslu, þarf stuttan tíma í eldun og hægt að gera réttina eins flókna og maður vill. Mér finnst rosa gott að gera bara frekar einfalda pönnurétti, smá fiskur, smá grænmeti og sósa og allir glaðir :)
Svo hvet ég ykkur til að skipta hrísgrjónunum út fyrir Quinoa, þau er svo góð og svo holl að ég er eiginlega hætt að hafa hrísgrjón í matinn nema bara í grjónagraut. Hér skrifaði ég smá pistil um ágæti quinoa og mæli með því að þið lesið þetta! Og það besta er að maður þarf ekki lengur að fara í sérverslanir til að kaupa quinoa því það fæst í Bónus :) Þessi réttur er því algjör Omega bomba! Íslenskur fiskur og Omegaríkt quinoa og svo auðvitað dúndur vítamínríkt grænmeti! Hvað meira viljum við á miðvikudegi?
Uppskriftin er fyrir 4
800 gr. - 1 kg. Þorskur (má vera ýsa eða annar fiskur)
Hveiti
1 msk. Paprikuduft
1 msk. Karrý
Salt og pipar
Grænmeti að vild, laukur er samt skilyrði! Ég notaði líka sveppi, brokkolí, gulrætur, papriku og baunir
1/2 grænmetisteningur
smá paprika og karrý ef þarf
1 dós kókosmjólk
Kókosolía eða önnur góð olía til að steikja upp úr
Blandið saman hveiti og kryddi og veltið fiskinum upp úr því. Hitið olíu á pönnu og brúnið fiskinn á frekar heitri pönnunni.
Fiskurinn verður fallegur á litinn af kryddunum! |
Saxið grænmetið og verið ekkert að skera það of smátt, við viljum finna fyrir því!
Takið fiskinn af pönnunni, ekki skola á milli, bætið olíu á ef þarf og steikið grænmetið í stutta stund, ca. 3-5 mínútur. Hellið kókosmjólkinni yfir grænmetið og bætið út í hálfum grænmetisteningi. Raðið fiskinum ofan á og leyfið þessu að malla í 5-10 mínútur.
Sósan kraumar og dregur í sig bragðið úr fiskinum |
Ég lét fiskinn ekki alveg ofan í því mér finnst gott að hafa smá skorpu á fiskinum en fá samt smá bragð af honum í sósuna. Ef ykkur finnst þurfa þá smakkið þið sósuna til með karrý og papriku. Berið þetta svo fram með Quinoa eða hrísgrjónum. Nema þið séuð mamma mín þá fáið þið ykkur auðvitað kartöflur með fiskinum ykkar :)
Subscribe to:
Posts (Atom)