Græðgin bar okkur ofurliði og það náðist ekki mynd fyrr en bakan var nærri búin! |
uppskriftin dugar í eitt miðlungsstórt eldfast mót
2 epli
4 rabarbarar
2 dl. bláber (ég notaði frosin íslensk frá því í fyrrahaust)
2 msk. kanilsykur
150 gr. kalt smjör í bitum
150 gr. sykur
150 gr. hveiti
Byrjið á því að skera ávextina í bita og raða í botninn á eldföstu móti. Stráið kanilsykri yfir og ef þið eigið hreint vanilluduft þá er það líka mjög gott með. Blandið saman hveiti, sykri og smjöri og myljið á milli fingranna þar til að fer að líkjast brauðrasp. Stráið því yfir ávextina og bakið í 180° heitum ofninum í 20-30 mínútur eða þar til ávextirnir bubba af fullum krafti og deigið hefur fengið fallegan gullinn lit. Berið fram með góðum vanilluís eða léttþeyttum rjóma.
No comments:
Post a Comment