Thursday, June 13, 2013

Ávaxtabaka

Nú er tími rabarbarans og um að gera að nýta hann í eitthvað gómsætt. Ég fékk foreldrana í mat fyrir nokkrum dögum og pabbi gamli verður að fá sinn eftirmat! Þau komu með rabarbara úr garðinum með sér og ég skellti í afar einfalda böku eða "crumble" eins og það heitir á ensku. Fljótlegt og einfalt og hægt að nota alls konar ávexti og ber.

Græðgin bar okkur ofurliði og það náðist ekki mynd fyrr en bakan var nærri búin!



uppskriftin dugar í eitt miðlungsstórt eldfast mót

2 epli
4 rabarbarar
2 dl. bláber (ég notaði frosin íslensk frá því í fyrrahaust)
2 msk. kanilsykur
150 gr. kalt smjör í bitum
150 gr. sykur
150 gr. hveiti

Byrjið á því að skera ávextina í bita og raða í botninn á eldföstu móti. Stráið kanilsykri yfir og ef þið eigið hreint vanilluduft þá er það líka mjög gott með. Blandið saman hveiti, sykri og smjöri og myljið á milli fingranna þar til að fer að líkjast brauðrasp. Stráið því yfir ávextina og bakið í 180° heitum ofninum í 20-30 mínútur eða þar til ávextirnir bubba af fullum krafti og deigið hefur fengið fallegan gullinn lit. Berið fram með góðum vanilluís eða léttþeyttum rjóma.

No comments:

Post a Comment