Við erum dugleg að borða hnetur og möndlur í ýmsum útgáfum, helst er það möndlusmjörið sem við öll elskum. Stundum hendum við möndlum á pönnu og gerum eitthvað gotterí úr þeim. Það er líka hægt að nota alls konar fræ, t.d. er frábært að nota þessa aðferð við sólblóma- eða graskersfræ og nota út á salat.
400 gr. möndlur
2 msk. teriyaki sósa
1 msk. hunang eða hlynsíróp
Ristið möndlurnar á pönnu þar til þær eru farnar að taka smá lit. Skvettið þá teriyaki og hunangi/sírópi út á leyfið því að húða allar gómsætu möndlurnar. Þið gætuð þurft að setja pínu meiri teriyaki ef ykkur finnst þær ekki nógu bragðmiklar. Hellið svo hnetunum á smjörpappír og reynið að dreifa vel úr þeim svo þær festist síður saman. Borðið og njótið :)
No comments:
Post a Comment