Wednesday, October 12, 2011

Hádegisbaka

Það er svo einfalt að bjóða upp á góða böku ef maður ætlar að elda eitthvað gott í hádeginu, jafnvel að fá gesti í lunch á sunnudegi.
Þessa böku gerði ég fyrir góða gesti og rann hún svo hratt niður að ekki náðist að taka mynd.... en hún leit girnilega út og bragðaðist ansi vel!

Skinku- og bacon baka fyrir 6

botninn
150 gr. gróft spelt
100 gr. hveiti
smá salt
150 gr. kalt smjör í litlum bitum
4 msk. kalt vatn

Blandið þurrefnum saman og bætið smjörinu saman við. Vinnið þetta í smá stund þar til þetta fer að líkjast brauðrasp. Bætið þá vatninu og egginu út í og hnoðið létt saman, alls ekki of mikið. Kælið í hálftíma til klukkutíma. Mér finnst þægilegast að nota hefðbundið kringlótt smelluform því þá get ég tekið bökuna úr og borið fram á fallegum diski. Notið hendurnar til að þrýsta deiginu í formið og vel upp á hliðarnar, nánast alveg upp. Í þetta fer svo:

1 pk. skinka
1 bréf bacon
3-4 sveppir
1/2 rauðlaukur
1/2 lítill brokkolíhaus
1/2 rauð paprika
500 ml. rjómi
5 egg
handfylli rifinn ostur
salt og pipar

Skerið allt í litla bita. Steikið bacon á þurri pönnu og bæti grænmetinu saman við eftir stutta stund. Hrærið saman egg og rjóma og kryddið með salti og pipar (ekki mikið salt því baconið er salt). Blandið baconblöndunni, skinku og osti saman við og hellið yfir bökudeigið. Bakið í 180° heitum ofni í 20-30 mínútur eða þar til eggjablandan er orðin frekar stíf og ef prjóni er stungið í miðjuna kemur hann nokkuð þurr upp úr.

Með þessu ber ég svo fram gott salat og dressingu. T.d. sinnepssdressingu sem ég geri með því að blanda saman 1 dós af sýrðum rjóma, 1 msk. dijon sinnepi og 1 msk. hlynsírópi. Krydda svo til með smá salti og pipar.

Það er svo auðvitað lítið mál að skipta öllum hráefnunum út, t.d. gera kjúklinga- og spínatböku, grænmetisböku.... bara það sem hugurinn girnist og finnst í ísskápnum hverju sinni :)

2 comments:

  1. Mjög gaman að lesa færslurnar Silla mín :)

    Má ég koma með ábendingu? Þú mátt gjarnan segja fyrir hversu marga uppskriftin dugar.. þó maður geti nú kannski giskað á það sirka, en bara gaman að fá meðmæli frá þeim sem hefur eldað og veit betur!

    kv
    Lovísa

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir það Lovísa :)

    Já þetta er góður punktur hjá þér varðandi magnið, ég tek þetta að sjálfsögðu til skoðunar :)

    ReplyDelete