Monday, January 30, 2012

Falinn gullmoli

Þegar við heimsækjum London, sem er ansi oft, þá förum við alltaf á lítinn bændamarkað og finnum oft einhverja gullmola. Bims Kitchen er einn af þessum molum sem við fundum síðasta sumar og féllum algjörlega fyrir! Þetta er lítill framleiðandi sem býr til himneskar sósur, chutney og krydd. Úrvalið er sífellt að aukast og verða meira spennandi. Það besta við þennan framleiðanda er að hann sendir til Íslands fyrir afar lítinn pening (jafnvel frítt ef maður biður fallega). Ég mæli algjörlega með að þið prófið eitthvað að þessu, verðið er í fínu lagi og þetta er algjörlega þess virði. Okkar uppáhald er t.d. African coconut chutney og Spicy african ketchup. Þið getið allavega byrjað á því að "like" á facebook og fylgst með því sem hann Bim vinur minn er að gera. Hann elskar Daða minn og á það til að senda honum eitthvað auka þegar við höfum pantað :)
Tómatsósuna er í raun hægt að nota eins og venjulega tómatsósu, maður vill stundum fá smá auka kraft í tómatsósuna sína. Hún er líka rosalega góð í marineringar og t.d. er rosa gott að velta kjúklingabringum upp úr sósunni, raða í eldfast mót og steikja í ofni í 15 mín. Taka þær svo út og hella smá rjóma yfir og aftur inn í 10 mín. Algjört sælgæti!




No comments:

Post a Comment