Thursday, January 19, 2012

Tilbrigði við Spaghetti Puttanesca

Spaghetti með túnfiski hljómar ekki eins vel er það? En það er nú það sem þetta er ! Einfalt, bragðmikið og gott. Tekur innan við hálftíma frá byrjun til enda. Gott brauð með þessu og málið dautt!



Uppskriftin er fyrir 4

2 dósir túnfiskur í olíu
2-4 flök ansjósur (ekki hræðast ansjósur)
2 hvítlauksrif, kramið eða fínt saxað
1 rautt chilli, fínt saxað
2 msk. capers
handfylli fersk steinselja, gróft söxuð
kanill á hnífsoddi
2 dósir hakkaðir tómatar eða tómat passata
spaghetti
10 svartar eða grænar ólífur, gróft saxaðar
Safi úr 1 sítrónu

Byrjið á því að setja vatn í pott og hitið að suðu. Hellið olíunni af túnfiskinum á pönnu og hitið á miðlungshita. Bætið ansjósunum og hvítlauk út í og leyfið því að malla smá stund. Bætið þá capers og kanil út í og hrærið aðeins í. Hellið túnfiskinum út í og brjótið hann aðeins upp. Bætið þá ólífunum og tómötunum út í og látið malla á meðan pastað sýður. Saltið pastavatnið og sjóðið spaghettiið eftir leiðbeiningum.
Hellið vatninu af pastanu en geymið smá af því til að þynna sósuna ef þess þarf.. Blandið pastanu saman við sósuna, krestið sítrónuna yfir og steinselju. Hugsanlega þarf að bæta salti pipar en smakkið þetta til áður.
Berið fram með rifnum parmesan og góðu brauði. Eitt sem mér finnst líka rosalega gott er að setja pastað á diskinn og dreypa smá af góðri ólífuolíu yfir, setur algjörlega punktinn yfir I-ið. En hún þarf að vera GÓÐ!

No comments:

Post a Comment